Geirþrúðarhagi 2
Glæsilegt og vandað fjölbýlishús í smiðum. Húsið er fjögurra hæða, auk bílageymslu og kjallara með samtals 28 íbúðum.
Húsið er hannað af Tryggva Tryggvasyni hjá
Opus ehf.
2 - 5 herbergja íbúðir

28 íbúðir

Bílakjallari

Til afhendingar sumar 2020
Klæðning
Húsið er klætt að stærstum hluta með ál-klæðningu. Láréttri báru og sléttum plötum.
Álklæðning hefur reynst mjög vel við íslenska veðráttu, og hefur þann kost að viðhald er í lágmarki.
Svalir
Allar íbúðir eru með svalir sem snúa í suður. Með glæsilegu útsýni inn og yfir fjörðin.
Íbúðum á jarðhæð fylgir sérafnotaflotur á lóð.
Svalagangur
Aðgengi að öllum íbúðum er um svalagang með glerlokun.
Snjóbræðslukerfi er á svalagöngum og eru þeir hellulagðir með gúmmíhellum.
Veggir við svalagang eru klæddir með viðarklæðningu.
Bílageymsla
Í kjallara er bílageymsla með 27 stæðum. Raflögn fyrir rafmangsbíla er við öll stæði í býlageymslu.
Aðstaða til bílaþvotts verðu í bílageymslu.
Úr bílageymslu er svo gengið inn í sameign þar sem lyfta er.
Sameign
Lyfta er í stigahúsi.
Í kjallar er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sér geymslum íbúða.
Mynd-dyrasími er í húsinu.
Gluggar
og hurðir úr ál/tré

Allir gluggar og útihurðir eru hágæða ál/tré gluggar frá danska framleiðandanum Idealcombi, af gerðinni Futura+.
Allir gluggar og hurðir eru með sólstopp gleri (suncool 50/25) sem dregur úr hitasveiflum innandyra. Fersklofts ventlar eru í öllum íbúðum.

Innréttingar
frá danska framleiðandanum HTH
Allar innréttingar eru frá danska framleiðandanum HTH. Yfirborð allra innréttinga er úr harðplasti með hámarks slitþoli. Kaupendur geta valið um tvær útfærslur af innréttingum, Havana eða Oslo.
Havana
Havana útfærslan er með dökkri viðaráferð og ljósri borðplötu. Efri skápar í eldhúsi eru hvítir háglans með innfeldri LED lýsingu.
Á baði er spegill með innfeldri LED lýsingu.
Dæmi: Havana innretting á baðherbergi.
Oslo
Oslo útfærslan er með ljósri viðaráferð og grárri borðplötu. Efri skápar í eldhúsi eru hvítir háglans með innfeldri LED lýsingu.
Á baði er spegill með innfeldri LED lýsingu.
Dæmi: Oslo innretting á baðherbergi.