Íbúð 303
3 herbergja íbúð á 3. hæð í norður enda Kjarnagötu 57.
Íbúðinni fylgir bílastæði í bílageymslu.
Íbúðin afhendist fullfrágengin. Flísar eru á gólfum baðherbergis og forstofu en harðparket er á öðrum gólfum. Innihurðir eru hvítar sprautulakkaðar.
Vélrænt útsog er frá baðherbergi og eldhúsviftu. Allt neysluvatn fer í gegnum varmaskipti.
Mynd-dyrasími er í íbúðinni.
Burðarplata er steypt þar sem einangrun og gólfhitalögn er lögð ofaná áður en sjálf gólfplatan er steypt. Með þessu næst hámarks hljóðeinangrun milli hæða.
Stærðir:
Stærð eignar:
-Íbúð:
-Geymsla í sameign:
97,9 fm.
86,9 fm.
11,0 fm.
Verð:
71,9 millj.
Svalagangur
Aðgengi að íbúðum í Kjarnagötu 57 er um rúmgóða svalaganga á norð-austur hlið hússins. Snjóbræðsla er í svalagöngum og þeir klæddur með gúmmíhellum. Glerlokun er á svalagöngum.
Svalir
Svalir eru á suð-vestur hlið íbúðar. Svalirnar eru klæddar með pallaefni. Glerhandriði er á svölum, og hægt er að setja svalarskjól/lokun á þær. Svalaskjól fylgir ekki.
Grunnplan
Frágangur íbúða
Allar innréttingar eru frá danska framleiðandanum HTH. Kaupendur geta valið um tvær útfærslur af innréttingum, Mood eða Oslo.
Mood
Dökkbrún viðaráferð úr harðplasti með hámarks slitþoli í eldhúsi, baði, þvottahúsi og forstofu.
Ljós mokka lituð filma í efri skápum í eldhúsi og fataskápum í herbergjum.
Lamineruð borðplata með ljósri marmara áferð.
Oslo
Ljós viðaráferð úr harðplasti með hámarks slitþoli í eldhúsi, baði, þvottahúsi og forstofu.
Hvítt lakkað MDF efni í efri skápum í eldhúsi og fataskápum í herbergjum.
Lamineruð borðplata með ljósgrárri marmara áferð.
Dæmi um eldhúsinnréttingu í Mood
Dæmi um eldhúsinnréttingu í Oslo
Eldhús
Efri skápar í eldhúsi eru með innfeldri LED lýsingu. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakarofn, keramik helluborð og háfur frá AEG. Gert er ráð fyrir plássi fyrir uppþvottavél. Uppþvottavél fylgir ekki.
Baðherbergi
Veggir á baðherbergi sem mætast við sturtuhorn eru flísalagðir. Veggir við inngangshurð og bakvið innréttingu eru máliðir. Klósettkassi er innbyggður. Glerhurðir eru við sturtu. Spegill á baði er með innfelldri LED lýsingu.
Fataskápar
Fataskápar eru í forstofu, hjónaherbergi og barnaherbergjum.
Fyrirvari
Allar þrívíddarteikningar, bæði af húsi og innréttingum, eru hugsaðar til að gefa nokkuð góða hugmynd að útliti og frágangi, en gefa ekki nákvæma endanlega mynd. Einhver útlits og útfærslu munur getur verið frá þrívíddarteikningum og endanlegri söluvöru.